09. október 2017

Skólavist fatlaðra barna í framhaldsskóla

Allir þeir sem lokið hafa grunnskólanámi, hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða náð 16 ára aldri eiga rétt á að hefja nám í framhaldsskóla.


Síðastliðnar vikur hefur umboðsmaður fylgst með umfjöllun fjölmiðla um að einstökum fötluðum börnum hafi verið synjað um skólavist í framhaldsskóla komandi vetur. Í fréttum hefur einkum verið fjallað um mál tveggja fatlaðra drengja í þessari stöðu og samskipti aðila þeim tengdum við stjórnvöld vegna málsins. Þessar fréttir urðu tilefni þess að mennta- og menningarmálaráðherra var ritað bréf 26. september sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig almennt sé staðið að mati ráðuneytisins á árlegri þörf á lausum plássum fyrir nemendur með sérþarfir. Þá er sérstaklega óskað eftir upplýsingum um mál drengjanna tveggja og aðkomu ráðuneytisins að þeim. Upplýsinganna er óskað til þess að umboðsmaður geti tekið afstöðu til þess hvort tilefni sé til að taka almenna framkvæmd mennta- og menningarmálaráðuneytisins í málum af þessum toga eða einstaka þætti hennar til athugunar að eigin frumkvæði. Ráðuneytinu var gefinn frestur til 10. október til að svara fyrirspurninni og rennur hann því út á morgun.
Bréf embættisins  til mennta- og menningarmálaráðherra er birt hér.