Handtaka tveggja ólögráða stúlkna

27. jún. 2013
Settur umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afhendi sér öll gögn sem liggja fyrir um atvik sem átti sér stað aðfaranótt 24. júní sl. þegar lögregla veitti tveimur þrettán ára stúlkum á léttu bifhjóli eftirför, stöðvaði akstur þeirra og færði þær í handjárn, sem og þá rannsókn sem fór fram á atvikinu af hálfu lögreglu.  

Upplýsinganna er óskað til þess að settur umboðsmaður geti metið hvort ástæða sé til að taka atvikið til frekari athugunar að eigin frumkvæði.


Til baka


Flýtileiðir


TungumálSkipta um leturstærð