Málstofa Evrópunefndar um kynþáttafordóma og umburðarleysi

08. jún. 2011

Vegna verkefna sinna fylgist umboðsmaður Alþingis með og tekur eftir því sem aðstæður leyfa þátt í fundum og fræðslustarfi sem Evrópuráðið og nefndir á vegum þess standa fyrir, einkum á sviði mannréttinda. Dagana 26.-27. maí sl. stóð ECRI (e. European Commission against Racism and Intolerance), eða Evrópunefnd um kynþáttafordóma og umburðarleysi, fyrir málstofu um kynþáttamismunun á vinnumarkaði.


Margrét María Grétarsdóttir lögfræðingur sótti málstofuna fyrir hönd umboðsmanns Alþingis.Til baka


Flýtileiðir


TungumálSkipta um leturstærð