Staðan um áramótin

08. jún. 2011

Á árinu 2010 voru alls 377 mál skráð hjá umboðsmanni Alþingis, þar af 370 kvartanir og 7 máls sem umboðsmaður tók til athugunar að eigin frumkvæði.


Auk þess leitar jafnan fjöldi fólks til skrifstofu umboðsmanns með fyrirspurnir vegna afgreiðslu mála í stjórnsýslunni en formleg skrá er ekki haldin um fjölda þeirra. Flestar kvartanir bárust í júlí, eða 43 talsins. Fæstar kvartanir bárust í ágúst, eða 18 talsins.

Aldrei hafa jafn mörg mál verið afgreidd hjá umboðsmanni á einu ári eins og árið 2010 en alls hlutu 398 mál lokaafgreiðslu. 102 mál voru óafgreidd í árslok. Af þeim málum var í 38 tilvikum beðið eftir skýringum og upplýsingum frá stjórnvöldum, í níu málum var beðið eftir athugasemdum  frá þeim sem borið höfðu fram kvörtun, níu mál voru til frumathugunar, 46 mál voru til athugunar hjá umboðsmanni að fengnum skýringum viðkomandi stjórnvalda.Til baka


Flýtileiðir


TungumálSkipta um leturstærð