08. febrúar 2017

Staða frumkvæðis- og forathugunarmála

Frá 1. janúar 2016 til 31. janúar 2017 lauk umboðsmaður Alþingis athugun tveggja frumkvæðismála og 18 forathugunarmála.


Hinn 7. febrúar sl. heimsótti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis embætti umboðsmanns Alþingis og fundaði með umboðsmanni í húsakynnum embættisins í Þórshamri. Á fundinum var fjallað almennt um hlutverk umboðsmanns og stöðu mála hjá embættinu. Sérstaklega var fjallað um aukna áherslu á vinnu við frumkvæðismál en Alþingi samþykkti við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2017 að auka við fjárveitingar til embættisins til að gera umboðsmanni betur kleift að sinna frumkvæðismálum. Á fundinum kynnti umboðsmaður nefndinni yfirlit yfir þau frumkvæðis- og forathugunarmál sem lokið var á tímabilinu 1. janúar 2016 til 31. janúar 2017 og yfirlit yfir þau mál sem nú bíða afgreiðslu hjá embættinu og fyrirhugað er að ljúka á þessu ári.

Yfirlit yfir frumkvæðis- og forathugunarmál sem lokið var af hálfu umboðsmanns frá 1. janúar 2016 til 31. janúar 2017 má sjá hér og yfirlit yfir frumkvæðis- og forathugunarmál sem bíða afgreiðslu hjá embættinu má nálgast hér.