Starfandi skrifstofustjóri

01. apr. 2015
Særún María Gunnarsdóttir lögfræðingur mun gegna starfi skrifstofustjóra hjá umboðsmanni Alþingis frá 1. apríl 2015 í fjarveru Berglindar Báru Sigurjónsdóttur.

Særún María lauk embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og hefur starfað hjá embættinu frá árinu 2008. 

Skrifstofustjóri hefur umsjón með móttöku og úrvinnslu á nýjum kvörtunum og verkstjórn við afgreiðslu mála. Hann annast einnig ýmiss konar samskipti við bæði borgara og stjórnvöld. 


Til baka


Flýtileiðir


TungumálSkipta um leturstærð